Bridgehátíð í Borgarnesi
Hin árlega Bridgehátíð Vesturlands fer fram á Hótel Borgarnesi helgina 9-10 janúar. Sveitakeppni á laugardeginum, 8 umf. átta spila leikir. Hefst kl. 10.00 stundvíslega (lokið ca. 19.30). Vinsamlegast ganga frá skráningu kvöldið áður s. 437-1119 Hótel Bgn. og 862-1794 Þórður. Keppnisgjald: 10.000,- á sveit
Á sunnudaginn er spilaður tvímenningur, monrad-barómeter og hefst kl. 10.30 og stefnt að mótslokum kl. 18.30. Skráning í sömu símanúmerum eða mæta stundvíslega á spilastað. Keppnisgjald: 5.000,- á parið. Undanfarin ár hefur þátttaka heldur minnkað og myndum við vilja sjá betri mætingu af landsbyggðinni og þar með talið af okkar heimaslóðum, Vesturlandi. Mætum nú öll í nýárs-skapinu á fyrsta helgarmót ársins.
Tilboð á Hótel Borgarnesi: Hádegisverður laugardag, Hátíðarkvöldverður laugardag og hádegisverður sunnudag: Kr. 5.500,- Gisting: 2ja manna herb. 9.000,- nóttin Eins manns herb: 5.500,- nóttin