Bridgefélag Selfoss: Úrslit í HSK mótinu í tvímenning 2010
HSK mótið í tvímenning árið 2010 var haldið í Tryggvaskála 7. janúar sl. Þátttaka var góð, eða 20 pör. Spilaður var Monrad Barómeter, 7 umferðir með 4 spilum á milli para.
Sigurvegarar eftir frábæran endasprett urðu þeir Guðjón Einarsson og Kristján Már Gunnarsson með 310 stig. Í öðru sæti urðu Garðar Garðarsson og Gunnar Þórðarson með 292 stig, en þeir rétt misstu af sigri eftir að hafa leitt mótið frá byrjun. Í þriðja sæti urðu síðan Brynjólfur Gestsson og Helgi Hermannsson. Allir kepptu þeir fyrir Ungmennafélag Selfoss.
Lokastöðuna ásamt úrslit úr hverju spili má finna hér á þessari síðu og spilagjöfin er á þessari slóð.
Næsta mót er aðaltvímenningur félagsins sem kallast Sigfúsarmótið, til heiðurs Sigfúsi Þórðarsyni sem lést sl. vor. Sigfús gaf verðlaunagripina sem keppt er um fyrir nokkrum árum síðan. Mótið er 4 kvöld og hefst fimmtudaginn 14. janúar.