Bridgefélag Selfoss: Brynjólfur og Guðmundur efstir í Sigfúsarmótinu
Fimmtudaginn 14. janúar sl. hófst hjá félaginu 4 kvölda aðaltvímenningur félagsins, Sigfúsarmótið, sem nefnt er svo til heiðurs Sigfúsi Þórðarsyni heitnum sem lést sl. vor. Hann gaf verðlaunin í þetta mót fyrir nokkrum árum síðan. Efstir að loknu fyrsta kvöldinu eru Brynjólfur Gestsson og Guðmundur Theodórsson með 63,0 % skor. Í öðru sæti eru Ólafur Steinason og Gunnar Björn Helgason með 58,6% skor og í þriðja sæti eru Guðmundur Þór Gunnarsson og Sigfinnur Snorrason með 56,8% skor. Nánar má finna um úrslitin á þessari síðu.
Spilað verður í mótinu fimmtudaginn 21. janúar en frí verður vegna Bridgehátíðar BSÍ og Iceland Express í síðustu viku janúar.