Bridgefélag Rangæinga (11)
föstudagur, 29. janúar 2010
Aðalsveitakeppni 3. Kvöld
Þriðji í aðalsveitakeppni Rangæinga leið hjá núna síðastliðinn
þriðjudag. Með nokkuð öruggum sigri í sínum leik náðu
Magnúsar og félagar að halda fyrsta sætinu í sveitakeppninni en
hinar sveitirnar fylgja fast á eftir. Bræðurnir Svavar og Örn
spiluðu eins og kóngar og rúlluðu upp tvímenningnum í þetta
sinn. Þeir nældu sér í 62 stig en þeir sem næsti koma skriðu
í 50. Hér má sjá nánari úrslit.