Bridgefélag Rangæinga (10)
föstudagur, 15. janúar 2010
Aðalsveitakeppni
1. kvöld Síðastliðinn þriðjudag, 12.01, hófst aðalsveitakeppni félagsins. Raðað var í sveitir eftir leynilegri formúlu meistara og spilastjóra félagsins og segist hann hafa það að markmiðið að sveitirnar verði sem jafnastar. Eftir fyrsta kvöld eru tvær sveitir jafnar í fyrsta sæti, það eru sveitir Sigurðar og Ævars. Butlerinn er einnig reiknaður sérstaklega og eru það Torfi og Sigurður sem leiða þann lista. Aðrir koma þétt á eftir og stefnir allt í að næstu þriðjudagskvöld verði spennandi. Hér má sjá nánari úrslit úr.