Aðalsveitakeppni Bridgefélags Hafnarfjarðar
Eitt kvöld er eftir í aðalsveitakeppninni og hörð barátta verður
um annað sætið en María Haraldsdóttir er með fyrsta sætið
frátekið. Sveit Guðlaugs Sveinssonar skoraði vel mánudaginn 8.
febrúar og er nú í 2.sæti en margar sveitir koma stutt á
eftir.
Sjá nánar á heimasíðu B. Hafn
Sveit Maríu Haraldsdóttur hefur nú 30 stiga forystu eftir 9
umferðir í aðalsveitakeppninni. Tölvustoð vann góðan sigur í
9. umferð og skaust í 2.sætið.
Seinni hluta kvölds var spilaður tvímenningur þar sem sigurvegarar
fengu keppnisgjald á tvímenning Bridgehátíðar. Guðlaugur Sveinsson
og Sveinn Rúnar Eiríksson sigruðu á góðum endaspretti.Sjá nánar á heimasíðu B. Hafn
ATH - Ekki verður spilað
mánudaginn eftir Bridgehátíð.
Sveit Maríu Haraldsdóttur vann tvo góða sigra á fjórða
kvöldi aðalsveitakeppninnar og hefur nú 23 stiga forystu!
Næsta mánudag, 25.janúar verður spilaður 1 leikur og stuttur
tvímenningur seinni hluta kvölds þar sem verður keppnisgjald á
tvímenning Bridgehátíðar í verðlaun. Ekki verður spilað
mánudaginn eftir Bridgehátíð.
Sveit Maríu Haraldsdóttir bætti stöðu sína á toppnum og hefur nú
10 stiga forystu eftir 6 umferðir af 13. Efstu sveitir:
1. 117 María Haraldsdóttir
2. 107 Tölvustoð
3. 107 Guðlaugur Bessason
4. 102 Högni Friðþjófsson
5. 101 Guðlaugur Sveinsson