KEA Hangikjötstvímenningur Bridgefélags Akureyrar
fimmtudagur, 17. desember 2009
KEA Hangikjötstvímenningur
Bridgefélags Akureyrar
Síðastliðinn þriðjudag fór
fram fyrra kvöldið af tvemur í KEA Hangikjötsvímenningi
Bridgefélags Akureyrar. Kvöldin eru aðskilin og ekki er nauðsynlegt
að taka þátt bæði kvöldin til að eiga rétt á verðlaunum. Einungis
telur betra skor ef pör spila bæði kvöldin.
Með nokkuð vænlega stöðu fyrir
seinna kvöldið (og í huganum byrjaðir að sjóða hangikjötið) voru
þeir Grettir Frímannsson og Hörður Blöndal en staða fimm efstu var
eftirfarandi:
1 64,6% Grettir Frímannsson - Hörður Blöndal
2 57,9% Vigfús Pálsson - Ingólfur Matthíasson
3 56,8% Hermann Huijbens - Kristján Þorsteinsson
4 54,6% Stefán Jónsson - Óttar Ingi Oddsson
5 53,6% Stefán Vilhjálmsson - Örlygur Örlygsson
Öll nánari úrslit má nálgast hér.