Jólamót KEA Hótels

sunnudagur, 27. desember 2009

Jólamót KEA Hótels 

Þá er árlega Jólamóti Bridgfélags Akureyrar lokið. Þetta skiptið tóku 25 pör þátt og spiluð voru 56 spil. Fljótlega eftir að mót hófst komust Frímann Stefánsson og Reynir Helgason á toppinn og héldu því næst sleitulaust þar til yfir lauk. Þeir unnu svo mótið nokkuð örugglega með 59,2% skor. Staða sex efstu para var svo eftirfarandi: 

59,2%  Frímann Stefánsson - Reynir Helgason

57,3%  Stefán Vilhjálmsson - Örlygur Örlygsson

54,2%  Pétur Gíslason - Páll Þórsson

54,0%  Sigfús Aðalsteinsson - Jón Sverrisson

53,4%  Jóhannes Jónsson - Kristján Þorsteinsson

53,1%  Hans Viggó Reisenhus - Sigurgeir Gissurarson 

Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu fjögur efstu sætin auk neðsta sætisins sem og fyrir hæðsta skor gefið út í dobluðum samningi. Verðlaunin voru ekki af lakari taginu en fyrstu fjögur sætin fengur flugeldatertur auk flugelda.

Frekari upplýsingar um mótið má nálgast hér.

  Af dagskrá B.A. er það svo að frétta að ekkert verður spilað þriðjudaginn 29. desember en 5. janúar  verður eins kvölds nýárstvímenningur áður en aðalsveitakeppnin hefst þann 12. janúar.    

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar