Bridgefélag Selfoss: Hraðsveitakeppninni lokið
Æsispennandi keppni í Hraðsveitakeppninni lauk 3. desember sl. Tvær sveitir börðust um efsta sætið, og höfðu þeir Ólafur, Gunnar Björn, Sveinn og Torfi betur í baráttunni við Brynjólf, Helga, Magnús og Gísla með 5 impa mun. Síðan voru þrjár sveitir að berjast um þriðja sætið, og þurfti að skoða innbyrðisviðureignir á milli tveggja þeirra, sveitar Kristjáns, Garðars, Antons og Péturs annarsvegar og sveitar Björns, Vilhjálms, Leifs og Svavars hins vegar til þess að skera úr um 3. sætið og hafði sveit Kristjáns og félaga betur eftir þá skoðun.
Öll úrslit, tafla og lokastaða má fá með því að velja eftirfarandi síður:
Næsta mót er 2 kvölda jólaeinmenningur, sem jafnframt er síðasta mót ársins. Spilað verður fimmtudagskvöldin 10. og 17. desember.