Akureyramóti lokið

fimmtudagur, 10. desember 2009
Síðastliðinn þriðjudag kláraðist Akureyramótið í tvímenningi.Meðlimir Old boys sveitarinnar héldu uppteknum og vermdu efstu tvö sætin þetta kvöldið. Fréttaritari frétti svo eftir mjög áreiðanlegum heimildum af skriflegri umsókn Gissa og Sveinbjörns um að gerast meðlimir Old boys sveitarinnar enda par með hvað mestan tilverurétt í sveit með slíkt nafn. Staða þriggja efstu manna þetta kvöldið var eftirfarandi: 
   1.  62,7%  Pétur Guðjónsson - Hörður Blöndal              
   2.  56,6% Grettir Frímannsson - Stefán Ragnarsson        

   3.  56,1% Gissur Jónasson - Sveinbjörn Sigurðsson 

Eftir fjögur fjörug kvöld var staða fimm efstu para eftirfarandi: 

1.      59,1%  Pétur Guðjónsson - Hörður Blöndal

2.      57,2%  Reynir Helgason - Frímann Stefánsson

3.      52,9%  Grettir Frímannsson - Stefán Ragnarsson

4.      51,5%  Ævar Ármannsson - Árni Bjarnason

5.      51,3%  Haukur Harðarson - Grétar Örlygsson 

Næstu tvö þriðjudagskvöld verður svo spilaður KEA Hangikjötstvímenningur þar sem hæðsta skor einstaks kvölds gildir. Ekki er nauðsynlegt að spila bæði kvöldin til að eiga heimtingu á verðlaunum sem eru að sjálfsögðu jólahangikjötið. 

Frekari upplýsingar um úrslit má nálgast hér.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar