Miðvikudagsklúbburinn: Haraldur Ingason og Þórir Sigursteinsson unnu með 63,4%
fimmtudagur, 26. nóvember 2009
Haraldur Ingason og Þórir Sigursteinsson fengu nýju bridgebókina hans Guðmundar Páls, Íslenskar bridgeþrautir, í verðlaun fyrir að vinna einskvölds tvímenning í Miðvikudagsklúbbnum. Háðu þeir harða baráttu við Gunnar Björn Helgason og Ingólf Pál Matthíasson sem enduðu í 2. sæti með 62,1%.