Alfreðsmót B.A.
Nú er farið að styttast í annan endann í mótaskránni hjá
Bridgefélagi Akureyrar þó enn séu skemmtileg mót eftir. Þriggja
kvölda Alfreðsmóti var að ljúka en það er impa tvímenningur þar sem
pör eru einnig dregin í sveitir. Það er óhætt að segja að ekki hafi
vantað dramað en Óttar , Sveinn og Friðrik náðu svakaskori og unnu
tvímenninginn með yfirburðum. Úrslit í sveitakeppninni réðust
þó ekki fyrr en í síðustu setunni en með þeim í sigursveitinni voru
Hans Viggó Reisenhus og Sigurgeir Gissurarson.
1. Óttar Oddson - Sveinn Aðalgeirsson - Friðrik Jónasson +151
2. Björn Þorláksson - Pétur Gíslason +89
3. Pétur Guðjónsson - Hörður Blöndal +75
4. Frímann Stefánsson - Reynir Helgason +68
5. Guðmundur Halldórsson - Magnús E. Magnússon +35
Næstu mót eru opinn einmenningur 28.apríl
og skemmtitvímenningur 5. maí. Ekki má svo gleyma
Norðurlandsmótinu í tvímenning sem verður haldið á
Dalvík föstudaginn 1.maí.