Aðalsveitakeppni BR að hefjast
Aðalsveitakeppni BR hefst annað kvöld, þriðjudaginn 17. mars. 10 umferðir monrad og stendur mótið yfir í 5 kvöld. Spilamennska hefst kl. 19 í Síðumúla 37, spilaðir tveir 16 spila leikir á kvöldi. Vissara að mæta tímanlega og skrá sveitir til að spilamennska getið hafist á réttum tíma.
Tilvalið að koma sér í æfingu fyrir Íslandsmótið í sveitakeppni en undanúrslit verða helgina 27. -29. mars og verður dregið í riðla í Síðumúla annað kvöld. 3 efstu í hverjum riðli komast í úrslit sem verða 23. - 26. apríl, í kringum sumardaginn fyrsta.
Þann 10. mars var eins kvölds tvímenningur og efstu pör urðu:
1. 59,6% Kristinn Þórisson - Ómar Ómarsson
2. 56,4% Haraldur Ingason - Þórir Sigursteinsson
3. 56,4% Björgvin Már Kristinsson - Guðmundur Snorrason
Sjá nánar á www.bridge.is/br