Tryggingamiðstöðin Suðurlandsmeistarar 2009
Suðurlandsmótið í sveitakeppni 2009
Suðurlandsmótið í sveitakeppni var haldið 21. og 22. febrúar í Tryggvaskála á Selfossi. Sveit Tryggingamiðstöðvarinnar vann mótið með yfiburðum. Fjórtán sveitir tóku þátt og varð lokastaða efstu sveita þessi:
1. Tryggingamiðstöðin 278
2. Suðurtún 237
3. Riddararnir (gestir) 229
4. Landsbankinn 222
5. Gunnar B. Helgason 208
6. Vinir 207
Allar þessar sveitir unnu sér rétt til að spila á Íslandsmótinu í sveitakeppni 2009, fyrir utan Riddarana, sem spiluðu ekki um þann rétt á Suðurlandsmótinu.
Sveit sigurvegaranna, talið frá vinstri: Björn Snorrason, Kristján
Már Gunnarsson, Helgi Grétar Helgason, Guðjón Einarsson, Þröstur
Árnason og Ríkharður Sverrisson.
Silfurverðlaunahafarnir auk Garðars Garðarssonar sem afhenti
verðlaun, talið frá vinstri: Þorsteinn Berg, Eðvarð
Hallgrímsson, Garðar og Sigurður Steingrímsson. Á myndina vantar
Kristin Kristinsson.
Bronsverðlaunahafarnir, talið frá vinstri: Hjálmar S. Pálsson,
Jörundur Þórðarson, Ómar S. Jónsson og Kjartan Jóhannsson.
Keppnisstjórn var í öruggum höndum Ómars Olgeirssonar.
Á þessari síðu má finna öll úrslit, spilagjöf og butlerútreiking.