Suðurlandsmóitið í sveitakeppni 21.-22. febrúar nk.

miðvikudagur, 11. febrúar 2009

Suðurlandsmótið í sveitakeppni verður haldið 21. og 22. febrúar í Tryggvaskála á Selfossi. Spilað verður auk Suðurlandsmeistaratitilsins um 5 sæti á Íslandsmótinu í sveitakeppni í lok mars, ásamt því að efsta sunnlenska sveitin vinnur sér rétt til að spila fyrir hönd Héraðssambandsins Skarphéðins á 26. landsmóti UMFÍ á Akureyri 9. - 12. júlí í sumar.

Skráning er hjá Garðari Garðarssyni í síma 844 5209 og Ólafi í síma 898 2880, eða tölvupósti ost@ms.is. Einnig er hægt að skrá sig á netinu á netbókunarsíðu Bridgefélags Selfoss. Skráningu í mótið lýkur fimmtudaginn 19. febrúar nk.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar