Nú er lokið 4 umferðum af 7 í aðalsveitakeppni briddsfélags Selfoss. Sveit Guðmundur Þór Gunnarsson leiðir mótið, með honum í sveit eru Ómar Olgeirsson, Gísli Hauksson og Magnús Guðmundsson.
Reykjavíkurmótið í tvímenningi 2009 fer fram laugardaginn 28. febrúar. Spilamennska hefst kl. 11 í Síðumúla 37. Fyrikomulag fer eftir þátttöku en áætluð mótslok milli 18 og 18:30.Tilvalin æfing fyrir Íslandsmótið í tvímenning sem fer fram helgina eftir.
Hermann Friðriksson og Jón Guðmar Jónsson halda enn góðri forystu í Aðaltvímenningi Bridgefélags Hafnarfjarðar þrátt fyrir að enda í 19 sæti á þriðja kvöldi af fjórum sl.
Suðurlandsmótið í sveitakeppni 2009 Suðurlandsmótið í sveitakeppni var haldið 21. og 22. febrúar í Tryggvaskála á Selfossi. Sveit Tryggingamiðstöðvarinnar vann mótið með yfiburðum.
Óli Björn Gunnarsson og Guðlaugur Sveinsson unnu 30 para tvímenning með 62,9% skor. Þeir fengu að launum ostakörfur frá Ostabúðinni. Í 2. sæti með 61,7% skor voru Erla Sigvaldadóttir og Lovísa Jóhannsdóttir.
Það voru 20 áræðnir spilarar sem reyndu með sér í einmenningi og baráttan stóð helst á milli Gylfa og Óttars en það var Gylfi sem stóð sig best á lokasprettinum og náði mjög háu skori.
Jón Guðmar Jónsson og Hermann Friðriksson eru efstir eftir tvö kvöld af fjórum í aðaltvímenningi Bridgefélags Hafnarfjarðar. Þeir tóku forustuna strax í upphafi og eru með ríflega 5 prósenta forustu á næsta par.
Sveit F.M.E. urðu Reykjanesmeistarar í sveitakeppni 2009 mótið var haldið 14. og 15.febrúar s.l. Í sveitinni spiluðu Garðar Garðarsson, Kristján Kristjánsson, Karl G.
Eftir spennandi lokakvöld urðu Akureyrarmeistarar sveit Frímanns Stefánssonar þó að þeir í sveit Péturs Gíslasonar hafi nartað í hælana á þeim. Aðeins munaði þremur stigum fyrir síðasta leikinn eftir góðan sigur í honum var titillinn í höfn.
Fjórða og síðasta kvöldið í Sigfúsarmótinu 2009 var spilað fimmtudaginn 12. febrúar. Lokastaða efstu para varð þessi: Kristján Már Gunnarsson - Vilhj.
Kristmundur Einarsson og Jón Sigurðsson unnu 26 para tvímenning með 64,7%. Þeir fengu að launum ostakörfur frá Ostabúðinni, Krókhálsi. Í öðru sæti voru Harpa Fold Ingólfsdóttir og Þórður Sigurðsson með 61,2%.
Suðurlandsmótið í sveitakeppni verður haldið 21. og 22. febrúar í Tryggvaskála á Selfossi. Spilað verður auk Suðurlandsmeistaratitilsins um 5 sæti á Íslandsmótinu í sveitakeppni í lok mars, ásamt því að efsta sunnlenska sveitin vinnur sér rétt til að spila fyrir hönd Héraðssambandsins Skarphéðins á 26. landsmóti UMFÍ á Akureyri 9. - 12. júlí í sumar.
Vesturlandsmót í sveitakeppni 2009 verður haldið í Logalandi í Borgarfirði helgina 28. febr. til 1. mars nk. Auk Vesturlandsmeistaratitils eru 4 sæti Vesturlands í undanrásum Íslandsmóts í húfi.
Lokið er 12 umferðum af 14 og stöðu og butler má finna hér.
"Reykjanesmót í Sveitakeppni verður háð 14. og 15. febrúar nk. í Keflavík. Spilamennska hefst báða dagana kl. 11.oo. Skráning er hjá Garðari s: 893 2974, Erlu s: 659 3013, Lofti s: 897 0881 og hjá BSÍ.
Þriðjudaginn 10. febrúar hefst fjögurra kvölda aðaltvímenningur Bridgefélags Reykjavíkur. Mótið stendur til þriðjudagsins 3. mars en helgina þar á eftir er Íslandsmótið í tvímenning svo þetta er tilvalin æfing til að koma sér í tvímenningsgírinn eftir mikla sveitakeppnistörn undanfarið.
SVÆÐISMÓT NORÐURLANDS EYSTRA - OPINN TVÍMENNINGUR Svæðismót Norðurlands eystra í tvímenningi verður haldið í Lionssalnum Ánni, Skipagötu 14, 4. hæð, Akureyri, laugardaginn 14. febrúar 2009. Mótið er silfurstigamót sem er öllum opið.
Vegna fregna um frávísanir hjá Bridgefélagi Kópavogs vill Bridgefélag Hafnarfjarðar taka fram að það er bæði hátt til LOFTS og vítt til veggja í okkar spilasal í Hraunseli, Flatahrauni 3. Þar hefst AÐALTVÍMENNINGUR næsta mánudag, 9 febrúar kl.
Þriðja kvöldið í Sigfúsarmótinu 2009 var spilað fimmtudaginn 5. febrúar. Staða efstu para er nú þessi: Kristján Már Gunnarsson - Helgi G.
Næsta keppni í Kópavoginum verður 4-5 kölda Barómetersem hefst á fimmtudaginn kemur 5. febrúar.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar