Bridgehátíð Vestulands, spilagjöfin komin inn

sunnudagur, 4. janúar 2009

Það voru engin kreppumerki sjáanleg á þeim spilurum sem mættu á Bridgehátíð Vesturlands í Borgarnesi nú um helgina. 22 sveitir tóku þátt á laugardeginum þar sem voru spilaðar 8 umferðir af 8 spila leikjum og 38 pör mættu á sunnudeginum og spiluðu 48 spila monrad-tvímenning. Úrslit í sveitakeppninni urðu annars þessi:

1. Gylfi Baldursson                         158 stig

2. Páll Valdimarsson                        145 stig

3. Mjörgvin Már Kristinsson             140 stig

4. TM Selfossi                                  139 stig

5-6 Miðvikudagsklúburinn                135 stig

5-6 Bifröst                                        135 stig.

 

Í tvímenningnum tóku Ómar Olgeirsson og Þröstur Árnason forystuna strax í upphafi og sigruðu nokkuð örugglega með 60,4% skor, í öðru sæti urðu Ísak Örn Sigurðsson og Rúnar Gunnarsson með 56,4% skor og í þriðja sæti Eðvarð Hallgrímsson og Leifur Aðalsteinsson með 55,7%, fjórðu Hermann Lárusson og Þröstur Ingimarsson með 55,2% og 5-6 Sigurbjörn Þorgeirsson-Skúli Skúlason og Páll Valdimarsson og Friðjón Þórhallsson með 54,1% skor. Sjá öll úrslit hér

 

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar