Bridgefélag Selfoss: Úrslit úr fyrsta kvöldi Sigfúsarmótsins 2009
Keppni hófst í Sigfúsarmótinu 2009 fimmtudaginn 15. janúar. Mótið er fjögurra kvölda Howell tvímenningur, og er aðaltvímenningur félagsins um leið. Heiti mótsins er í höfuðið á heiðursfélaga félagsins, Sigfúsi Þórðarsyni, en hann gaf verðlaunagripinn sem keppt er um. Fimmtán pör mættu til leiks, og er staða efstu para þessi:
-
Anton Hartmannson - Pétur Hartmannsson 239
-
Kristján Már Gunnarsson - Helgi Grétar Helgason 225
-
Björn Snorrason - Guðjón Einarsson 215
-
Sigfinnur Snorrason - Ingibjörg Harðardóttir 207
-
Þröstur Árnason - Ríkharður Sverrisson 197
Heildarstöðuna ásamt skori úr hverju spili má finna á þessari síðu.
Fyrir þá sem ætla að taka þátt í Suðurlandsmótinu í tvímenning laugardaginn 17. janúar, þá má benda á upplýsingar á þessari síðu.