Akureyri með sveit í alþjóðlegri deildakeppni

fimmtudagur, 11. desember 2008

Deildin kallast Nordic Friendship league en í henni taka þátt 40 sveitir frá Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum. Þetta er mjög skemmtilegur vetvangur til að mæta sterkum sveitum frá þessu svæði og kynnast fólki.

Sveitunum er skipt í fjóra 10 sveita riðla þar sem allir spila við alla (2-3 leiki í mánuði) og þá munu tvær efstu halda áfram í 8 liða úrslit.

Akureyringar hafa nú ekki farið vel af stað en eru á uppleið eftir 20-10 sigur á sterku finnsku liði í síðasta leik.

Íslendingar eru hvattir til að senda fleiri sveitir til leiks næsta vetur en allar upplýsingar má sjá hér:

http://www.patana.biz/BBOnfl/

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar