Bridgefélag Hafnarfjarðar. Sveit Drafnar vann

þriðjudagur, 25. nóvember 2008

Á síðara kvöldi í hraðsveitakeppninni náði Sveit Drafnar Guðmundsdóttur risaskori, 696 stig og dugði það til sigurs samanlagt. Næst komu Guðni Ágústsson, 630 st. og Harpa Fold með 587 stig. Vegna mistaka við Exel-samlagningu kom röng lokastaða hér í morgun en rétt lokastaða er þessi:

1. Dröfn Guðmundsdóttir                1277

2. Guðni Ágústsson                         1255

3. Hulda Hjálmarsdóttir                   1197

4. Harpa Fold Ingólfsdóttir             1146

5. Erla Sigurjónsdóttir                     1126

6. Guðlaugur Bessason                   1107

7. Óli Björn Gunnarsson                  1093

8. Sigurjón Harðarson                    1086

9. Einar Sigurðsson                         1081

Næsta mánudag hefst aðalsveitakeppni Bridgefélagsins og verða spilaðar tvær umferðir á kvöldi. Spilað verður 01 og 08 des og síðan haldið áfram eftir áramót. Hægt er að skrá sveitir hjá Erlu s. 659-3013 og Þórði s. 862-1794 eða mæta tímanlega næsta mánudag. Spilað er í Hraunseli, Flatahrauni 3, kl. 19.00

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar