BA-Norðurlandsmótið
Norðurlandsmót í tvímenningi 2008
Norðurlandsmótið var spilað 1. maí í góðu yfirlæti í Félagsheimilinu Rimum í Svarfaðardal með þátttöku 16 para.
Keppnin var jöfn og æsispennandi. Þegar upp var staðið reyndust þrjú pör efst og jöfn með +38. Röðin réðist því af innbyrðis viðureignum. Norðurlandsmeistarar í tvímenningi 2008 urðu Jóhannes Tr. Jónsson og Kristján Þorsteinsson, Bridgefélagi Dalvíkur og Ólafsfjarðar, sem unnið höfðu hin pörin bæði. Í öðru sæti lentu Guðmundur Halldórsson og Pétur Gíslason, Bridgefélagi Húsavíkur, en Frímann Stefánsson og Reynir Helgason, Bridgefélagi Akureyrar urðu þriðju. Þær mæðgur frá B.A., Ólína Sigurjónsdóttir og Ragnheiður Haraldsdóttur, hrepptu fjórða sætið (+24) og Dalvíkingarnir Grzegorz Maniakowski og Jacek Dawidowicz það fimmta (+20).