Einar Oddsson og Baldur Bjartmarsson unnu 26 para tvímenning með 62,4% skor. Jón Ingþórsson og Vilhjálmur Sigurðsson jr voru næstir með 61,6%.
Norðurlandsmót í tvímenningi 2008
Norðurlandsmótið var spilað 1. maí í góðu yfirlæti í Félagsheimilinu Rimum í Svarfaðardal með þátttöku 16 para.
Guðlaugur Sveinsson og Baldur Bjartmarsson unnu 22 para tvímenning með glæsilegt skor, 61,1%. Þeir fengu að launum 2 ostakörfur. Soffía Daníelsdóttir og Alda Guðnadóttir voru í 2. sæti með 59,6% og fengu eðalkonfekt að launum.
Bridgefélag Fjarðarbyggðar ætlar að spila alla þriðjudaga í sumar á ReyðarfirðiSpilamennska hefst kl. 19:30 og spilað verður í húsi verkalýsfélags Reyðarfjarðar.
Guðlaugur Bessason og Sigurður Sigurjónsson unnu einskvölds tvímenning með þátttöku 30 para. Þeir félagar voru með 62,1%. Í öðru sæti voru Páll Þórsson og Ómar Olgeirsson með 60,1%.
Einmenningsmeistari BR 2008 er Ísak Örn Sigurðsson.
Síðasta spilakvöld vetrarins hjá BK verður eins kvölds tvímenningur fimmtudaginn 8. maí. Þá fer fram verðlaunafhending fyrir helztu keppnir vetrarins og eru allir velkomnir.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar