Björn Þorláksson Akureyrarmeistari
Akureyrarmótinu í einmenning er nú lokið hjá BA. Spilað var þrjú kvöld og tvö bestu giltu til úrslita. Mótið var jafnframt firmakeppni BA og þá réð hæsta kvöldskor. Bridgefélag Akureyrar færir fyrirtækjunum sem þátt tóku bestu þakkir fyrir veittan stuðning.
Björn Þorláksson lagði grunninn að góðum sigri með því að ná 65% skor fyrsta kvöldið og fékk 61,5% að meðaltali tvö kvöld. Næst í röðinni urðu:
2. Una Sveinsdóttir 58,3%
3. Helgi Steinsson 57,3%
4. Jón Sverrisson 56,6%
5. Sigfús Aðalsteinsson 54,8%
6.-7. Bragi Jóhannsson og
Gylfi Pálsson 52,9%
Efst í firmakeppninni urðu þessi fyrirtæki:
1. N4 Spilari Björn Þorláksson 65,0%
2. Villaprent sp. Una Sveinsdóttir 63,2%
3. Vífilfell sp. Sigfús Hreiðarsson 59,7%
4. Hótel Reykjahlíð sp. Pétur Gíslason 58,3%
Að lokum er minnt á Norðurlandsmót í tvímenningi sem spilað verður í Félagsheimilinu Rimum í Svarfaðardal fimmtudaginn 1. maí. Þetta mót hefur notið vinsælda undanfarin ár og verður svo vonandi áfram. Góð aðstaða er á Rimum og léttur hádegisverður innifalinn í keppnisgjöldum. Nánari upplýsingar gefur Hákon Sigmundsson, s. 864 6161.