Suðurlandsmótið í sveitakeppni 8. - 9. mars

mánudagur, 3. mars 2008

Suðurlandsmótið í sveitakeppni verður haldið 8. og 9. mars, í golfskálanum á Svarfhólsvelli, rétt fyrir utan Selfoss. Keppnisstjóri verður Guðmundur Þór Gunnarsson. Í mótinu verður að spila a.m.k. 120 spil fyrir utan hugsanlega yfirsetu, þannig að tímaplanið er að byrjað verður 10 á laugardag, og búið um kvöldmat, byrjað aftur 10 á sunnudag og búið ca. kl. 18.
Spilað verður um 4 sæti á Íslandsmótinu í sveitakeppni í apríl 2008. Skráningarfrestur rennur út fimmtudaginn 6. mars, og hægt er að skrá sig hjá Ólafi í síma 898 2880 eða tölvupósti ost@ms.is og Garðari í síma 844 5209.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar