Bridgefélag Akureyrar
Sviptingar í hraðsveitakeppni B.A.
Önnur umferð af þremur í Hraðsveitakeppni Sparisjóðs Norðlendinga hjá Bridgefélagi Akureyrar var spiluð þriðjudaginn 6. nóv. Sveit Grétars Örlygssonar, sem efst var eftir fyrsta kvöldið, missti flugið og brotlenti en sveit Jónasar Róbertssonar skoraði mest eða 245 stig. Mjótt var á munum, næst kom sveit Sigfúsar Hreiðarssonar með 243 stig og í þriðja sæti varð Sveit Sparisjóðs Norðlendinga með 241 stig.
Röð efstu sveita fyrir lokaátökin er þessi:
1. Sveit Sparisjóðs Norðlendinga 486 stig (Frímann Stefáns, Reynir Helga, Björn Þorláks og Hörður Blöndal)
2. Sveit Jónasar Róbertssonar 462 stig (Jónas, Pétur Guðjóns, Una Sveins og Jón Sverris)
3.-4. Sveit Sigfúsar Hreiðarssonar 445 stig (Sigfús H., Sigfús Aðalsteins, Ragnheiður Haralds og Stefán Sveinbjörns)
3.-4. Sveit Gylfa Pálssonar 445 stig. (Gylfi, Helgi Steins, Hilmar Jakobs og Jón Arngríms)
Meðalskor er 450 stig.