Akureyrarmót í tvímenningi

föstudagur, 30. nóvember 2007

Pétur og Jónas á toppinn

Að hálfnuðu móti hefur röð efstu para breyst nokkuð eftir sviftingar síðasta spilakvölds. Pétur Guðjónsson og Jónas Róbertsson skoruðu mest og náðu efsta sætinu af Helga Steinssyni og Gylfa Pálssyni. Baráttujaxlarnir Sveinbjörn Sigurðsson og Kári Gíslason, sem voru í öðru sæti, gáfu nokkuð eftir. Þórólfur Jónasson "kom sterkur inn" sem varamaður á móti Reyni Helgasyni og náðu þeir næsthæsta skori kvöldsins.
Röð efstu para er nú sem hér segir:
1. Pétur og Jónas                                                +64
2. Helgi og Gylfi                                                   +53
3. Reynir, Þórólfur, Frímann Stef.                            +49
4. Guðmundur Halldórsson og Pétur Gíslason            +33
5. Sveinbjörn og Kári                                           +14
6. Una Sveinsdóttir og Jón Sverrisson                     +9
 
Stjórn B.A. vill minna spilara á Stór-Akureyrarsvæðinu (sem getur verið býsna víðfeðmt!) á Glitnismótið, flugeldatvímenninginn vinsæla, sem spilaður verður laugardaginn 29. desember á Akureyri. Nánar auglýst síðar

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar