Fast sótt hjá BA
Fast sótt hjá B.A.
Hraðsveitakeppni Sparisjóðs Norðlendinga hófst hjá Bridgefélagi Akureyrar þriðjudaginn 30. okt. í hríðarveðri. Ekki væsti þó um spilarana og ekki lét Pétur Gíslason í Hótel Reykjahlíð veðrið aftra sér frá þátttöku þótt um 100 km leið væri að fara. Áfram Pétur!
Eftir þetta fyrsta kvöld af þremur er staða efstu sveita þessi:
Efst er sveit Grétars Örlygssonar (Grétar, Haukur Harðar, Stefán V. og Haukur Jóns) með 249 stig. Næst kemur Sveit Sparisjóðs Norðlendinga (Frímann Stef, Reynir Helga, Björn Þorláks og Jón Björns) með 245 stig. Þessar sveitir gerðu "stórmeistarajafntefli" í síðustu umferð kvöldsins. Í þriðja sæti er sveit Gylfa Pálssonar (Helgi Steins, Árni Bjarna, Hilmar Jakobs og Jón Arngríms) sem hlaut 219 stig og stutt er í næstu sveitir. Meðalskor kvöldsins var 225.