BR að byrja í kvöld !!

þriðjudagur, 11. september 2007

Í kvöld hefst spilamennska hjá BR eftir sumarfríið ! 

Þriðjudagana 11. og 18. september fara fram monrad tvímenningar, besta samanlagða skor telur til verðlauna. Spilað í Síðumúla 37 alla þriðjudaga kl. 19:00.  

Spilurum (og sveitum) verður í fyrsta skipti boðið upp á árskort sem viðbót við 10 skipta kortin. Árskortin á 18.000 kr eða um 650 kr fyrir hvert skipti, 9.000 kr fyrir yngri spilara og eldri borgara. Best að panta árskortin á fyrsta spilakvöldinu til að þau nýtist sem best.

Minnt er á veglega einmenningskeppni í lok vetrar þar sem 24 bronsstigahæstu spilarar fá keppnisrétt. Nú eru komnir sjálfsalar fyrir kaffi, gos og sælgæti svo vissara að muna eftir smámynt.

Dagskrá, úrslit ofl. á heimasíðu BR: bridge.is/br 

Góða skemmtun við græna borðið í vetur!!

Stjórn BR 

Haustdagskrána má sjá hér

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar