Bridgemót á Grand Hotel 16.júní
14 pör mættu til leiks á Grand Hotel laugardaginn 16.júní. Skemmtu spilarar sér vel og var mikil spenna um efstu sæti.
Efstu pör:
1. Þröstur Ingimarsson - Ragnar
Jónsson
62,3%
2. Ísak Örn Sigurðsson - Guðmundur Baldursson
61,6%
3. Guðlaugur Sveinsson - Sveinn Rúnar Eiríksson
54,3
4. Kjartan Ingvarsson - Halldór Úlfar
Halldórsson 54,2%
5. Halldór Svanbergsson - Guðlaugur
Bessason 52,5%
6. Torfi Rúnar Kristjánsson - Hjálmar S.
Pálsson 52,4%
3-Sveinn Rúnar Eiríksson - Guðlaugur Sveinsson, 1-Þröstur
Ingimarsson -Ragnar Jónsson,
2-Ísak Örn Sigurðsson - Guðmundur Baldursson
Það styttist í hið árlega mót Bridgefélags
Menntaskólans að Laugarvatni, 16. júní !
Nú verður spilaður
"árshátíðar"-tvímenningur en ekki
einmenningur eins og í fyrra. Þeir sem mæta tímanlega geta jafnvel
fundið makker á staðnum. Athugið að mótið er öllum opið
Mótið verður haldið á Grand Hotel Sigtúni 38
og hefst spilamennska kl. 14. Áætlað að
klárist um 18:30. Keppnisgjaldi verður stillt í hóf, 1500kr á mann
eins og í fyrra. Verðlaun fyrir 3 efstu sætin ásamt því að afhent
verða sérstök Kjartans-verðlaun. Léttar innákomur og
léttar veitingar verða leyfðar í hófi, enda er hér um hóf að
ræða.
Vissara að skrá sig sem fyrst til að tryggja
þátttöku og að auðvelda skipulagningu. Skráning hjá
Ómari Olgeirssyni í síma 869-1275 eða icearif@hotmail.com
Endilega minnið félagana á mótið og að skrá sig í tíma áður en
salurinn fyllist en salurinn er mun stærri en í fyrra!
1 Grand á Grand Hótel, hreinn toppur !
Sjáumst í stuði 16.júní !!
Ómar "Sharif" Olgeirsson,
bridgenefndarformaður úr árgangi '94