Einmenningsmeistari B.A. 2007
þriðjudagur, 3. apríl 2007
Einmenningsmeistarinn 2007
Þriðjudaginn 3.apríl fór fram þriðja og síðasta kvöldið í
einmenningi B.A. þar sem úrslit réðust en tvö bestu kvöldin af
þremur giltu. Það má segja að úrslitin hafi verið óvænt því
sigurvegarinn hefur víst að eigin sögn aldrei verið yfir meðalskori
í einmenning síðastliðin aldarfjórðung þótt ýmsir telji reyndar
möguleika á að um ýkjur sé að ræða! Hér er um að ræða sjálfan
formann félagsins, Stefán Vilhjálmsson en mikil barátta var á
lokasprettinum milli hans og Gissurs. Þess má geta að eitt par
komst í 2000 klúbbinn þegar 7 laufa fórn yfir slemmu andstöðunnar
fór 2300 niður sem var víst tveimur slögum of mikið niður....
3.kvöld:
1. Stefán Vilhjálmsson 63,9%
2. Gissur Jónasson 63,0%
3. Hermann Huijbens 54,6%
4. Ragnheiður Haraldsdóttir 52,8%
5. Ólína Sigurjónsdóttir 51,9%
Heildarstaðan:
1. Stefán Vilhjálmsson 58,4%
2. Gissur Jónasson 57,6%
3. Björn Þorláksson 55,0%
4. Ólína Sigurjónsdóttir 52,1%
5. Pétur Gíslason 51,1%
Hæsta skor fyrir stakt kvöld fengu Stefán og Gissur fyrir
3.kvöldið ásamt Sveinbirni Sigurðssyni með 61,1% skor
2.kvöldið.