Reykjanesmótið í tvímenningi

sunnudagur, 18. mars 2007

Mikil spenna var í Reykjanesmótinu í tvímenningi sem fram fór í Kópavogi 17.mars. 24 pör spiluðu og komast 18 efstu pörin í úrslit á Íslandsmótinu.
Páll Þórsson og Stefán G. Stefánsson sigruðu með 1 stigi meira en Sveinn Rúnar Eiríksson og Hrannar Erlingsson. Í þriðja sæti voru Gísli Steingrímsson og Sveinn Þorvaldsson. Dröfn Guðmundsdóttir og Ásgeir Ásbjörnsson voru í 4.sæti og eru Reykjanesmeistarar í tvímenningi 2007 þar sem 3 efstu pörin eru úr öðrum kjördæmum.

Sjá lokastöðu og öll spil hér

Reykjaneství2007-1-3
3. Gísli Steingrímsson-Sveinn Þorvaldsson; 2. Hrannar Erlingsson-Sveinn R. Eiríksson
1. Ísak Örn Sigurðsson(leysti Stefán G. Stefánsson af í 2 umferðir)-Páll Þórsson

Reykjanestvímeistarar2007
Reykjanesmeistarar Ásgeir Ásbjörnsson og Dröfn Guðmundsdóttir

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar