Eimenningur B.A. stendur yfir
föstudagur, 30. mars 2007
Eimenningur B.A. stendur yfir
Nú er lokið tveimur kvöldum af þremur í einmenningskeppni
félagsins en í henni gilda tvö bestu kvöldin svo ekki þarf að mæta
á öll þrjú. Hinn gamli refur, Sveinbjörn Sigurðsson, tók fljótlega
forystuna annað kvöldið og lét hana ekki af hendi:
1. Sveinbjörn Sigurðsson 61,1%
2. Sigurður Erlingsson 58,3%
3. Björn Þorláksson 57,2%
4. Stefán Vilhálmsson 52,8%
5. Ólína Sigurjónsdóttir 52,2%
Þeir sem hafa hæst meðaltal af þeim sem hafa mætt bæði kvöldin
eru:
1. Björn Þorláksson 55,0%
2. Gissur Jónasson 51,7%
3. Pétur Gíslason 51,1%
4. Reynir Helgason 50,6%
5. Brynja Friðfinnsdóttir 48,6%
Einmenningsmeistarinn 2007 mun svo líta dagsins ljós
þriðjudaginn 3.apríl og má búast við harðri baráttu. Að lokum er
sveit Sparisjóðs Norðlendinga frá Akureyri óskað góðs gengis í
úrslitum Íslandsmótsins í sveitakeppni.