Aðalsveitakeppni BR

miðvikudagur, 28. mars 2007

Grant Thornton gaf ekkert eftir síðasta kvöldið í aðalsveitakeppni BR og sigraði af öryggi. Í sveitinni spiluðu Hrólfur Hjaltason, Oddur Hjaltason, Ísak Örn Sigurðsson, Sveinn Rúnar Eiríksson, Steinar Jónsson, Jónas P. Erlingsson og Hrannar Erlingsson.
Mikil spenna var um næstu sæti en lokastaða efstu sveita varð:

1. Grant Thornton                187
2. Garðar og vélar                171
3. Málning                             169
4. Skeljungssveitin                168
5. Hermann Friðriksson         168
6. Eykt                                  168

Næsta þriðjudag verður eins kvölds páskatvímenningur, nóg af páskaeggjum í verðlaun,mmmmm !
Aðaltvímenningur BR hefst svo þriðjudaginn eftir páska.
Minnt er á bronsstigakeppni BR en 24 efstu spilurum vetrarins verður boðið í veglegan einmenning í vor. Staða efstu spilara í bronsstigakeppninni:

1 Ómar Olgeirsson 546
2 Kristján Blöndal 380
3 Sveinn Rúnar Eiríksson 310
4 Ísak Örn Sigurðsson 288
5 Símon Símonarson 271
6 Hermann Friðriksson 261
7 Oddur Hjaltason 260
8 Hrólfur Hjaltason 251
9 Hrannar Erlingsson 249
10 Sveinn R. Þorvaldsson 247
11 Gísli Steingrímsson 246
12 Björgvin Már Kristinsson 237
13 Steinar Jónsson 227
14 Páll Valdimarsson 224
15 Sverrir G. Kristinsson 214
16 Jón Ingþórsson 212
17 Jón Baldursson 204
18 Vilhjálmur Sigurðsson JR 203
19 Guðmundur Baldursson 180
20 Guðmundur Sv. Hermannsson 177
21 Sverrir Ármannsson 177
22 Aðalsteinn Jörgensen 169
23 Helgi Jóhannsson 161
24 Daníel Már Sigurðsson 156
25 Þorlákur Jónsson 151
26 Stefán Jóhannsson 142
27 Ásmundur Pálsson 140
28 Vignir Hauksson 138
29 Þorsteinn Joensen 137
30 Steinberg Ríkarðsson 136



Grant Thornton er með góða forystu þegar aðeins eitt kvöld er eftir í aðalsveitakeppni BR. 3 næstu sveitir eiga þó enn ágæta möguleika á sigri. Síðasta kvöldið verður spilaður danskur monrad, þannig að 2 efstu sveitirnar spila saman þó þær hafi spilað saman áður.

Staða efstu sveita eftir 8 umferðir af 10
1. Grant Thornton                 151
2. Eykt                                  141
3. Garðar og vélar                140
4. Skeljungssveitin                139
5. Hermann Friðriksson         131
6. Undirfot.is                         128

Nánar á bridge.is/br


Staða efstu sveita í aðalsveitakeppni BR breyttist lítið en Skeljungssveitin og Sölufélag garðyrkjumanna skoruðu grimmt og eru farnar að banka á dyrnar. Í bötlernum er Ljósbrá Baldursdóttir efst með 1,73 impa í 32 spilum en af þeim sem hafa spilað alla leikina eru Kjartan Ingvarsson og Gunnlaugur Karlsson efstir með 1,02 impa. Að sögn Gunnlaugs er það "modern-hexan" sem skilar impunum á silfurfati. Ljóst er að mikil spenna verður síðustu tvö kvöldin í þessari keppni.

Staða efstu sveita eftir 6 umferðir af 10:
1. Grant Thornton                   110
2. Garðar og vélar                  108
2. Skeljungssveitin                  108
4. Eykt                                     106
5. Sölufélag garðyrkjumanna  103
6. Undirfot.is                             95

Nánar á bridge.is/br


Eftir 2 kvöld af 5 í aðalsveitakeppni BR trónir Grant Thornton á toppnum en nokkrar sveitir narta í hælana á þeim. Í bötlernum er Björn Friðriksson efstur með 1,35 impa að meðaltali í 32 spilum en næstir eru Gísli Steingrímsson og Sveinn R. Þorvaldsson með 1,16 impa í 64 spilum.


Staða efstu sveita er þannig:

1. Grant Thornton   77
2. Garðar og vélar   75
3. Eykt                     74
4. Málning                72
5. Undirfot.is            65
6. Lekta                    64

Nánar á bridge.is/br


27.febrúar
Aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur hófst þriðjudaginn 27.febrúar. 17 sveitir taka þátt. Þrjár sveitir skoruðu 40 stig, Grant Thornton, Garðsapótek og Eykt. Í bötlernum eru Kjartan Ingvarsson og Gunnlaugur Karlsson efstir með 1,75 impa í spili en fast á hæla þeirra koma Björn Friðriksson og Sverrir Þórisson með 1,35 impa í spili.
Staða efstu sveita er þannig:

1. Grant Thornton   40
2. Garðsapótek       40
3. Eykt                    40
4. VÍS                      38
5. Lekta                   37
6. Málning                35

Nánar á bridge.is/br

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar