Suðurlandsmótið í sveitakeppni - úrslit
Frá Bridgesambandi Suðurlands
Suðurlandsmótið í sveitakeppni var haldið helgina 20. - 21. janúar sl. Spilað var að Þingborg og mættu 8, sveitir til leiks, þar af 2 sveitir sem ekki kepptu um réttinn til að spila á Íslandsmótinu.
Úrslitin urðu þessi:
1. MS Selfossi Umf. Selfoss 147
2. Tryggingamiðstöðin Umf. Selfoss 123
3. Höskuldur Gunnarsson Gestir á HSKmóti 115
4. Óskar Pálsson Umf. Dímon 108
5. Ólafur Steinason Umf. Selfoss 105
6. Stjörnublikk ehf. Umf. Dímon 103
7. Gunnar Björn Helgson Umf. Selfoss 78
8. Hótel Hekla Golfkl. Flúðir 59
Sveitir MS Selfossi, Tryggingamiðstöðvarinnar, Óskars Pálssonar og Stjörnublikks ehf. unnu þátttökurétt á Íslandsmótinu í sveitakeppni. Einnig vann sveit MS Selfossi, sem þeir Garðar Garðarsson, Gunnar Þórðarson, Gísli Þórarinsson, Sigurður Vilhjálmsson, Anton Hartmannsson og Pétur hartmannsson skipuðu, sér rétt til að keppa fyrir hönd HSK á Landsmóti UMFÍ í Kópvogi í sumar. Efstu spilarar í butlerútreikningi urðu eftirtaldir:
1.-2. Gísli Þórarinsson, MS Selfossi 1,53
1.-2. Sigurður Vilhjálmsson, MS Selfossi 1,53
3.-4. Garðar Garðarsson, MS Selfossi 0,96
3.-4. Gunnar Þórðarson, MS Selfossi 0,96
5.-6. Helgi Grétar Helgason, Tryggingamiðstöðinni 0,79
5.-6. Kristján Már Gunnarsson, Tryggingamiðstöðinni 0,79
Keppnisstjóri var Ólöf Lilja Eyþórsdóttir. Nánar má finna um úrslitin á heimasíðu Bridgesambandsins, www.bridge.is/bsud.