Suðurlandsmótið í sveitakeppni

sunnudagur, 7. janúar 2007

Suðurlandsmótið í sveitakeppni verður haldið helgina 20. - 21. janúar. Spilastaður verður sennilega Þingborg. Ásamt Suðurlandsmeistaratitlinum, verður keppt um 4 sæti á Íslandsmótinu í sveitakeppni, og einnig fær sigursveitin kost á því að keppa fyrir hönd HSK á Landsmóti UMFÍ í Kópavogi í sumar, ef spilarar sveitarinnar uppfylla þátttökuskilyrði.

Skráningarfrestur rennur út fimmtudagskvöldið 18. janúar, og við skráningu taka Ólafur Steinason í síma 898 6500 eða tölvupósti ost@ms.is og Garðar Garðarsson í síma 862 1860.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar