Jólakveðja frá BR

miðvikudagur, 20. desember 2006

Fjöldinn allur af jólasveinum mætti til leiks í jólasveinatvímenning BR. Dregin voru út ótal verðlaun og flestir jólasveinarnir fóru með eitthvað góðgæti til fjalla. Hörð barátta var um efstu sæti en að lokum stóðu Guðmundur Baldursson og Kristinn Þórisson uppi sem jólasveinar kvöldsins.

1. Guðmundur Baldursson - Kristinn Þórisson         57,7%
2. Sveinn Rúnar Eiríksson - Hrannar Erlingsson      57,4%
3. Kristinn Kristinsson - Halldór Svanbergsson        56,7%
4. Guðrún Jóhannesdóttir - Arngunnur Jónsdóttir  56,5%
5. Erla Sigurjónsdóttir - Sigfús Þórðarson               56,2%
6. Hrafnhildur Skúladóttir - Soffía Daníelsdóttir       56,0%


Minningarmót Harðar Þórðarsonar, jólamót BR og SPRON fer fram 30.desember í Síðumúla 37. 
Hefst kl. 11:00. Hægt að skrá sig á heimasíðu BR, bridge.is/br og einnig á skrifstofu BSÍ í síma 587-9360. Vissara að skrá sig tímanlega því þátttaka er takmörkuð við 56 pör!
Minnt er á Reykjavíkurmótið í sveitakeppni 9.-21.janúar. Sjá nánar á bridge.is/br.

Stjórn BR óskar spilurum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári!

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar