Miðvikudagsklúbburinn: Erla og Lovísa í banastuði með 61,4%
miðvikudagur, 29. nóvember 2006
Erla Sigvaldadóttir og Lovísa Jóhannsdóttir unnu 18 para tvímenning 29. nóvember. Þær skoruðu 61,4% og fengu í verðlaun körfur frá osta og smjörsölunni. Halldór Þorvaldsson og Magnús Sverrisson enduðu í 2. sæti og fengu sælgætiskörfur frá SS.
Magnús Ingólfsson og Guðbjörn Axelsson voru dregnir út og fengu sitthvort kaffikortið.