BR - Hermann Friðriksson á toppnum í hraðsveitakeppninni

fimmtudagur, 9. nóvember 2006

Aðeins 12 sveitir taka þátt í þriggja kvölda hraðsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur.
Skýrist það m.a. af fjölmennri bridgeferð til Madeira í Portúgal. Sjá má nánar um gengi Íslendinga á Madeira á spjallsvæði bridge.is. Spilarar eru hvattir til að taka þátt í umræðum þar, t.d. segja frá skemmtilegum spilum frá síðasta spilakvöldi í bridgeklúbbnum.

Eftir fyrsta kvöld af þremur í hraðsveitakeppninni er sveit Hermanns Friðrikssonar með ágæta forystu.

1. Hermann Friðriksson            +78
2. Garðsapótek                        +41
3. Aron Þorfinnsson                 +31
4. Harpa Fold Ingólfsdóttir      +28
5. VÍS                                       +13
6. Sölufélag Garðyrkjumanna  +  4

Í bötlerútreikningi para eru Ómar Freyr Ómarsson og Örlygur Már Örlygsson efstir með 1,43 impa í spili og fast á hæla þeirra Hermann Friðriksson og Hlynur Angantýsson með 1,31 impa í spili.

Efstu pör föstudaginn 3.nóvember:
1. Magnús Sverrisson - Halldór Þorvaldsson +63
2. Baldur Bjartmarsson - Eggert Bergsson    +35
3. Erla Sigurjónsdóttir - Guðni Ingvarsson    +29

Nánar á bridge.is/br

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar