Bridgefélag Reykjavíkur - Bötlertvímenningur

miðvikudagur, 11. október 2006

Þriggja kvölda bötlertvímenningi BR lauk þriðjudaginn 10.október.

Þorlákur Jónsson og Jón Baldursson settu í fluggír síðasta kvöldið en þeir byrjuðu kvöldið í 6.sæti.
Röð efstu para:

1. Þorlákur Jónsson - Jón Baldursson                   125
2. Sveinn Þorvaldsson - Gísli Steingrímsson          101
3. Magnús Magnúss.-Matthías Þ./Ásmundur P.     99
4. Sveinn Rúnar Eiríksson - Hrólfur Hjaltason        93
5. Guðrún Jóhannesdóttir - Arngunnur Jónsdóttir 89
6. Ómar Olgeirsson - Kristján Blöndal                     84

Bötlertví
Hluti af verðlaunahöfum: Sveinn Þorvaldsson, Þorlákur Jónsson,
Gísli Steingrímsson og Magnús Magnússon. Jón Baldursson og
Ásmundur Pálsson voru farnir heim þreyttir eftir erfitt kvöld.

Skor kvöldsins:
1. Þorlákur Jónsson - Jón Baldursson   79
2. Helgi Bogason - Vignir Hauksson       71
3. Helgi Jónsson - Helgi Sigurðsson      43

Föstudaginn 6.október var dræm þátttaka en deildakeppnin stóð yfir alla helgina svo flestir hafa notað kvöldið í hvíld fyrir þau átök.

1. Sigfús Þórðarson - Erla Sigurjónsdóttir
2. Sigurður Kristjánsson - Eiríkur Sigurðsson
3. Magnús Sverrisson - Halldór Þorvaldsson

Næsta keppni Bridgefélags Reykjavíkur er þriggja kvölda Swiss monrad sveitakeppni en þar eru spilaðir stuttir leikir og fullnaðarsigur er 8-0. Hefst þriðjudaginn 17.október. Föstudagsbridge vikulega, alltaf fjör. Allir spilarar velkomnir í Síðumúla 37. Spilamennska hefst kl. 19:00. Nánar á bridge.is/br

Minnt er á bronsstigakeppnina en 24 efstu vinna sér rétt í lokaeinmenning BR sem haldinn verður í vor. Lögð saman bronsstig þriðjudaga og föstudaga. Staða 24 efstu 10.október:

Röð Spilari Brons
1 Sverrir G. Kristinsson 54
2 Jón Baldursson 53
3 Þorlákur Jónsson 53
4 Björgvin Már Kristinsson 49
5 Aðalsteinn Jörgensen 46
6 Sverrir Ármannsson 46
7 Birkir Jónsson 40
8 Kristján B. Snorrason 40
9 Magnús Eiður Magnússon 39
10 Harpa Fold Ingólfsdóttir 38
11 Þorsteinn Joensen 38
12 Kristján Blöndal 36
13 Ómar Olgeirsson 36
14 Magnús Sverrisson 34
15 Arngunnur Jónsdóttir 33
16 Guðrún Jóhannesdóttir 33
17 Ómar Freyr Ómarsson 33
18 Örlygur Már Örlygsson 33
19 Guðmundur Skúlason 32
20 Sveinn Stefánsson 32
21 Hermann Friðriksson 32
22 Helgi Bogason 32
23 Vignir Hauksson 32
24 Eggert Bergsson 29


Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar