Stórmót Bridgefélags Menntaskólans að Laugarvatni

mánudagur, 19. júní 2006

Bridgemót NEMEL

28 manns mættu til leiks á Nordica á 16.júnímót Bridgefélags Menntaskólans að Laugarvatni. Skemmtu spilarar sér konunglega og menn voru sammála um það að hafa þetta árlegan viðburð, 16.júní. Flestir þátttakendur voru gamlar kempur frá Laugarvatni og margir hverjir höfðu ekki gripið í spil í þónokkur ár. Óðinn Þórarinsson var lengst af í forystu en Aron Þorfinnsson skaust upp fyrir hann í lokaumferðinni. Fékk Aron veglegan farandbikar að launum. Kjartan Ingvarsson náði 3.sætinu og fékk einnig sérstök Kjartansverðlaun en þrír Kjartanar tóku þátt í mótinu.

14

3.Kjartan Ingvarsson, 1. Aron Þorfinsson, 2. Óðinn Þórarinsson og Ómar Olgeirsson keppnisstjóri

Lokastöðuna má sjá hér




Þann 16.júní verður haldið bridgemót á Nordica Hotel þar sem stemningin verður í líkingu við gamla góða árshátíðartvímenninginn á Laugarvatni! Hefst mótið kl. 19 og verður keppnisgjaldi stillt í hóf. Ekki er nauðsynlegt að koma með makker. Spilaðar verða fjórar 8 spila lotur og verður dregið í pör fyrir hverja lotu! Nú er tilvalið að dusta rykið af spilastokknum og hitta gamla bridgefélaga úr ML. Bridgenefndarformenn eru hvattir til að hafa samband við gömlu félagana þar sem ekki er víst að allir lesi þessa auglýsingu! Ómar "Sharif" Olgeirsson tekur við skráningum(icearif@hotmail.com, 869-1275) en vissara er að skrá sig fyrirfram til að auðvelda skipulagningu. Barinn verður að sjálfsögðu opinn og eru Laugvetningar hvattir til að kíkja jafnvel þó þeir ætli ekki að spila en þessi viðburður kemur í staðinn fyrir hið hefðbundna 16-ball. Mótið er öllum opið! Skrá sig hér

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar