Svala Pálsdóttir og Stefán Garðarsson unnu 20 para tvímenning í Sumarbridge 2006.
Bridgemót NEMEL 28 manns mættu til leiks á Nordica á 16.júnímót Bridgefélags Menntaskólans að Laugarvatni. Skemmtu spilarar sér konunglega og menn voru sammála um það að hafa þetta árlegan viðburð, 16.júní.
Aðalfundur Bridgefélags Reykjavíkur verður haldinn miðvikudaginn 14. júní nk. klukkan 17:30 í húsnæði BSÍ að Síðumúla 37. 3. hæð. Á dagskrá eru lagabreytingar og venjuleg aðalfundarstörf.
Guðlaugur Sveinsson og Magnús Sverrisson unnu Gabríel Gíslason og Vilhjálm Sigurðsson JR með einu stigi. Þetta var flott skor hjá báðum pörum, 62,5% og 62,3%.
Gabríel Gíslason og Gísli Steingrímsson unnu 14 para tvímenning í Sumarbridge með rétt rúmlega 60% skor. Það er ekki á hverjum degi sem 13 ára spilarar vinna tvímenningsmót og auk þess rétt missti hann af 1. sæti í Miðnætursveitakeppninni.
Glæsileg þátttaka var í Sumarbridge miðvikudaginn 7. júní. 28 pör mættu til leiks og hlutskarpastir voru Jóhann Stefánsson og Birkir Jónsson með +90 sem jafngildir 62.4% skori.
Snorri Sturluson og Ingólfur Hlynsson leiddu allt kvöldið í Sumarbridge og stóðu uppi sem sigurvegarar með +37 sem jafngildir 59.4% skori. Næstar voru Inga Lára Guðmundsdóttir og Unnur Sveinsdóttir.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar