Kjördæmamót 2006

föstudagur, 28. apríl 2006
Kjördæmamótið 2006 verður haldið á Akureyri 20.-21.maí næstkomandi. Spilað verður í nýjum sal Brekkuskóla, Laugargötu (við hliðina á Sundlaug Akureyrar). Þar verður veitingasala meðan á spilamennsku stendur og hádegisverður á laugardag og sunnudag.
Hátiðarkvöldverður verður á Hótel KEA á laugardagskvöldið. Forréttur, norðlenskt lambakjöt, kaffi. Verð 3500 kr. Veislustjóri Stefán Vilhjálmsson. Vænst er góðar mætingar í kvöldverðinn og liðsstjórar beðnir að tilkynna líklega þáttöku hver af sínu svæði sem fyrst og í síðasta lagi föstud. 12. maí.
Fyrirspurnir og tilkynningar berist til Stefáns Vilhjálmssonar í stefan@bugardur.is
Hér fyrir neðan er einn góður gistimöguleiki en aðrir verða síðar kynntir vonandi:
Eftirfarandi er tilboð frá Keahótel ehf  vegna gistingar 17 - 19 maí  2006.

Gisting

 

 

Hótel Harpa*  & Hótel Norðurland

Eins manns herbergi með sturtu             Kr. 7.500,- pr.nótt

Tveggja manna herbergi með sturtu                   Kr. 9.500,- pr.nótt

Morgunverður af hlaðborði innifalinn

* Hótel Harpa er samliggjandi Hótel Kea. Innangengt er á milli hótelanna og er öll þjónustan sú sama á þeim. Gestamóttaka og veitingasalir eru sameiginlegir.

 

Veitingar

2ja rétta kvöldverður ásamt kaffi                       Kr, 3.500.- pr mann

 

Heimasíða - Upplýsingar

Vinsamlega heimsækið heimasíðu hótelanna okkar og fáið frekari upplýsingar

http://www.keahotels.is

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar