Halldórsmót B.A. spennandi
miðvikudagur, 19. apríl 2006
Halldórsmót B.A. spennandi
Síðastliðinn þriðjudag var spilað annað kvöldið af þremur í
Board-a-Match sveitakeppni Bridgefélags Akureyrar. Baráttan er hörð
um 1.-3. sæti og verður gaman að sjá hvað gerist síðasta
kvöldið:
1. Sveit Frímann Stefánssonar 133
Meðspilarar: Björn Þorláksson, Hjalti Bergmann, Sigurður
Erlingsson og Jónas Róbertsson
2. Sveit Gylfa Pálssonar 131
3. Sveit Unu Sveinsdóttur 119
4. Sveit Stefáns Vilhjálmssonar 114
Sunnudaginn 23.apríl verður spilað sunnudagsbridge í Hamri kl.
19:30 og svo má ekki gleyma að óska sveit Sparisjóðs Norðlendinga
til hamingju með 5.sætið á Íslandsmótinu í sveitakeppni!