Góð þátttaka í Vesturlandsmótinu í tvímenning 2006
Það er skemmst frá að segja að þrjú aðkomuparanna skáru sig nokkuð úr og hrepptu efstu sætin og jafnframt urðu aðkomumenn í fimmta, sjöunda og tíunda sæti. Vesturlandsmeistarnir 2006 urðu því að sætta sig við fjórða sætið og aðrir verðlaunahafar sjötta og áttunda sæti sem vart getur talist ásættanlegt fyrir heimamenn. Það er huggun harmi gegn að burtfluttir Skagamenn voru helmingur paranna í öðru og fimmta sæti og Snæfellingar í því sjöunda. Annars varð röð efstu para eftirfarandi:
1. Bjarni Einarsson - Sigurbjörn Haraldsson 200
2. Páll Valdimarsson - Ragnar Magnússon 176
3. Ljósbrá Baldursdóttir - Matthías G. Þorvaldsson 135
4. Guðmundur Ólafsson - Hallgrímur Rögnvaldsson 94
5. Garðar Þór Garðarsson - Þorgeir Ver Halldórsson 93
6. Jón Viðar Jónmundsson - Þorvaldur Pálmason 92
7. Guðlaugur Bessason - Stefán Garðarsson 78
8. Magnús Magnússon - Leó Jóhannesson 69
Pörin að ofan unnu sér sæti í úrslitum Íslandsmóts í tvímenningi að undanskildum þeim Jóni Viðari og Þorvaldi sem þegar höfðu unnið sér inn rétt til þátttöku og kepptu því sem gestir í svæðamótinu.
Heimasíða móts: Vesturlandsmót í tvímenning 2006