Úrtökumót BSA fyrir Íslandsmót
mánudagur, 16. janúar 2006
Úrtökumót BSA fyrir Íslandsmót var spilað á Reyðarfirði um síðustu helgi, 13. og 14. janúar. Fjórar efstu sveitirnar tryggðu sér rétt til að spila í undanrásum Íslandsmótsins.
Úrslit urðu sem hér segir:
1. Herðir 82
2. Sláturfélag Vopnafjarðar 81
3. Óttar Ármannsson 78
4. Malarvinnslan 75
5. Gullberg 66
6. Eikarsmiðjan 63