Reykjavíkurmót í sveitakeppni

mánudagur, 2. janúar 2006

Ef 16 sveitir tilkynna þátttöku verður spilað þannig:

10. janúar             1-2 umferð
12. janúar             3-4 umferð
14. janúar             5-7 umferð
15. janúar             8-10 umferð
17. janúar             11-12 umferð
21. janúar             13-15 umferð

Ef 18 sveitir, þá verða spilaðar 4 umferðir 14.  og 21. janúar. Ef 20 sveitir (19) þá bætist við spiladagurinn 18. janúar en þá verða spilaðar 2 umferðir.

Keppnisgjald er krónur 26.000 á sveit. Hægt að skrá sig í keppnina á heimasíðu BR, bridgefelag.is eða heimasíðu Bridgesambands Íslands bridge.is . Keppnisstjóri er Björgvin Már Kristinsson.

Sérstök athygli er vakin á því að tekin hefur verið ákvörðun um að spilamennska hefjist virka daga klukkan 19:00, en ekki 19:30. Þessi ákvörðun var tekin vegna þess að spilaðir eru tveir 16 spila leikir á kvöldi og ef byrjað væri klukkan 19:30, myndi spilamennsku og uppgjöri síðar leiks ekki ljúka fyrr en eftir miðnætti.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar