Jólamót Bridgefélags Hafnarfjarðar

fimmtudagur, 29. desember 2005

Þátttaka á jólamóti Bridgefélags Hafnarfjarðar og Sparisjóðs Hafnarfjarðar var með besta móti. Alls mættu 71 par, sem er fjölgun um 5 pör frá fyrra ári.

Þröstur Ingimarsson og Hermann Lárusson voru í sérflokki í mótinu og unnu sannfærandi sigur með rúmlega 64% skor. Meiri keppni var um næstu sæti, en annað sætið kom í hlut Guðmundar Sveinssonar og Erlendar Jónssonar.

Úrslit og spil 

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar