Górillur og Sunnudagsbridge BA í útrýmingarhættu
Mæting á spilakvöld Bridgefélags Akureyrar hefur verið dræm að undanförnu og sérstaklega á sunnudögum þar sem spilaðir hafa verið eins kvölds tvímenningar.
Það hefur oft verið mikið strögl að ná sjötta parinu en bara í fyrra voru oft 8-10 pör (stundum 6) og enn fleiri ef lengra er farið aftur. Þegar engin er endurnýjunin og spilarar eru að flytjast á brott þá megum við ekki við því að reglulegir spilarar til margra ára séu hættir að nenna að mæta.
Hvað getum við gert? Verðum við að leggja þessa spilamennsku niður?
Jæja, nóg um það. Í kvöld mættu 5 pör og eftir að hafa hringt í 20 manns þá var það allt og sumt. Við spiluðum þá hina skemmtilegu Fásveitakeppni sem er 6 para Howell með yfirsetu og impasamanburði.
Það er skemmst frá því að segja að tveir liprir "Danir" unnu góðan sigur:
1. Skúli Skúlason - Hans Viggó Reisenhus +18 impar
2. Björn Þorláksson - Frímann Stefánsson +4 impar
3.-4. Reynir Helgason - Víðir Jónsson +1 impi
3.-4. Sveinbjörn Sigurðsson - Magnús Magnússon +1 impi
Greinarhöfundur vonar svo sannarlega að það fari að lifna yfir mætingunni :-)