Minningarmót um Gísla Torfason
Minningarmót Gísla Torfasonar var haldið um helgina með þátttöku 43 para. Vegleg peningaverðlaun fyrir 5 efstu sætin og glæsileg aukaverðlaun. Ómar Olgeirsson og Páll Þórsson sigruðu eftir harða baráttu við gamalreynda tvímenningsjaxla. Úrslit úr mótinu og spilin má sjá hér
Sunnudaginn 4. desember næstkomandi verður haldinn opinn silfurstigatvímenningur Bridgefélaganna á Suðurnesjum til minningar um Gísla Torfason sem lést síðastliðið vor. Vegleg peningaverðlaun verða fyrir 5 efstu sætin, samtals 190.000 krónur. Auk þess verður fjöldinn allur af aukavinningum dregnir út með nöfnum þátttakenda í lok móts. þáttökugjald er 2.500 krónur á mann. Spilarar eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna þátttöku sem fyrst, því lokað verður fyrir skráningu á 60 pör. Spilað verður í Mánagrund, húsi Bridgefélaganna á Suðurnesjum og hefst klukkan 12 á hádegi. Þátttaka tilkynnist til Óla Þórs í símum 421-2920 og 865-3289 og Karls Einarssonar í símum 423-7595 og 868-0026. einnig er hægt að skrá sig hjá Bridgesambandinu.