Fréttir frá Bridgefélagi Akureyrar

miðvikudagur, 16. nóvember 2005
Akureyrarmeistarar í tvímenningi krýndir!
 
Síðastliðinn þriðjudag lauk Akureyrarmótinu í tvímenningi og var lokakvöldið gríðarlega spennandi. Fyrrir hluta lokakvöldsins fengu efstu pörin flest mínusa og jafnaðist mótið mikið.
 
Þegar tvær umferðir voru eftir áttu fimm pör góða möguleika á titlinum en þrátt fyrir að hafa tekið dýfu náðu Pétur og Jónas að landa sigri eftir að Björn og Frímann náðu aðeins +1 í innbyrðisviðureign í síðustu setunni:
 
1. Pétur Guðjónsson - Jónas Róbertsson  +78
2. Björn Þorláksson - Frímann Stefánsson +66
3. Hermann Huijbens - Stefán Vilhjálmsson +61
4. Árni Bjarnason - Ævar Ármansson +56
5. Haukur Harðarson - Grétar Örlygsson +44
 
Sunnudaginn 30.október varð lokastaðan:
 
1. Pétur Guðjónsson - Frímann Stefánsson  +11
2. Stefán Vilhjálmsson - Gylfi Pálsson  +8
3. Reynir Helgason - Stefán Sveinbjörnsson  +5
 
Sunnudaginn 6.nóvember urðu efstu pör eftir mjög jöfn átök:
 
1. Víðir Jónsson - Pétur Guðjónsson 60
2. Björn Þorláksson - Reynir Helgason 58
3. Gissur Gissurarson - Sveinbjörn Sigurðsson 53
 
Að síðustu eru hér úrslit frá 13.nóvember:
 
1. Gylfi Pálsson - Ragnheiður Haraldsdóttir +16
2.-3. Stefán Vilhjálmsson - Hermann Huijbens +9
2.-3. Hans Viggó Reisenhus - Reynir Helgason +9
 
Næsta mót á þriðjudögum er þriggja kvölda sveitakeppni Sparisjóðs Norðlendinga og er skráning hjá Frímanni Stefánssyni bæði fyrir stök pör og sveitir.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar